6. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 9. nóvember 2011 kl. 09:03


Mættir:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG) formaður, kl. 09:03
Arndís Soffía Sigurðardóttir (ArndS) fyrir AtlG, kl. 09:03
Árni Johnsen (ÁJ), kl. 09:03
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:07
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS) fyrir ÁsmD, kl. 11:22
Mörður Árnason (MÁ), kl. 09:03
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:03
Róbert Marshall (RM), kl. 09:08
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:03
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 09:03

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir síðustu funda. Kl. 09:03
Farið var yfir fundargerðir síðustu tveggja fundar og þær samþykktar til birtingar á vef nefndarinnar.

2) 70. mál - áhafnir íslenskra fiskiskipa Kl. 09:07
Lögð var fram tillaga að Á.J. yrði framsögumaður um málið og að umsagnarfrestur yrði 2 vikur. Tillagan var samþykkt án athugasemda.

3) 93. mál - líkantilraunir vegna stórskipabryggju í Vestmannaeyjum Kl. 09:09
Lögð var fram tillaga að Á.J. yrði framsögumaður um málið. Tillagan var samþykkt án athugasemda.

4) 36. mál - stytting þjóðvegarins milli höfuðborgarsvæðisins og Norðausturlands Kl. 09:10
Lögð var fram tillaga að RM yrði framsögumaður um málið og að umsagnarfrestur yrði 2 vikur. Tillagan var samþykkt án athugasemda.

5) 80. mál - aðgengi að hverasvæðinu við Geysi Kl. 09:11
Lögð var fram tillaga að ÞBack yrði framsögumaður um málið og að umsagnarfrestur yrði 2 vikur. Tillagan var samþykkt án athugasemda.

6) 1. mál - fjárlög 2012 Kl. 09:13
Á fund nefndarinnar kom Hrafnhildur Þorvaldsdóttir frá umhverfisráðuneytinu. Fór hún yfir þá þætti sem varða málefnasvið nefndarinnar í frumvarpi til fjárlaga 2012 og svaraði spurningum nefndarmanna.

7) Vaðlaheiðargöng - Málsmeðferð. Kl. 10:00
Nefndin ræddi nánari málsmeðferð vegna Vaðlaheiðaganga. Nefndin samþykkti að formaður nefndarinnar myndi óska eftir því fyrir hönd hennar, sbr. 2. máls. 3. gr. laga um Ríkisendurskoðun, nr. 86/1997, að forsætisnefnd Alþingis biðji Ríkisendurskoðun um skýrslu um fyrirhugaðar framkvæmdir við Vaðlaheiðagöng.
BÁ og Á.J. sátu hjá við afgreiðslu málsins.
RM sat hjá við afgreiðslu málsins vegna skorts á nánari upplýsingum um málið.
ÞBack var móttfallin þessari málsmeðferð málsins.

8) Ástand flugmála. Kl. 10:50
Á fund nefndarinnar komu Kristján Sveinbjörnsson frá Svifflugfélagi Íslands, Katrín Oddsdóttir hdl, Arngrímur Jóhannesson forseti Flugmálafélags Íslands, Valur Stefánsson frá félagi íslenskra Einkaflugmanna, Reynir Þ. Guðmundsson flugvirki, Jón Jónsson einkaflugmaður og Sigurður Ingi Jónsson frá flugklúbbnum Þyti. Fóru þau yfir ástand flugmála á Íslandi og svöruðu spurningum nefndarmanna.

9) 1. mál - fjárlög 2012 Kl. 11:40
Á fund nefndarinnar kom Jón Magnússon og Birna Hreiðarsdóttir frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þau yfir þá þætti sem varða málefnasvið nefndarinnar í frumvarpi til fjárlaga 2012 og svöruðu spurningum nefndarmanna.

10) Önnur mál. Kl. 11:55
GLG ræddi nánari málsmeðferð um reglugerð 181/2011/EB um réttindi farþega í áætlunar- og hópbifreiðum.
Nefndin ræddi mögulega dagskrárliði og gesti á næstu fundum hennar.
Fleira var ekki rætt.
ÁJ vék af fundi 11:35
BÁ vék af fundi 11:38 af persónulegum ástæðum.

Fundi slitið kl. 12:01