14. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 5. desember 2011 kl. 09:05


Mættir:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG) formaður, kl. 09:05
Atli Gíslason (AtlG), kl. 09:05
Mörður Árnason (MÁ), kl. 09:13
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:05
Róbert Marshall (RM), kl. 09:05
Vigdís Hauksdóttir (VigH) fyrir ÁsmD, kl. 09:51
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:05
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 09:05

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:05
Frestað.


2) 225. mál - náttúruvernd Kl. 09:08
Á fundinn komu Aagot V. Óskarsdóttir frá nefnd um endurskoðun náttúruverndarlaga og Trausti Baldursson frá Náttúrufræðistofnun Íslands og svöruðu spurningum nefndarmanna um málið.

Næst komu Andrés Arnalds frá Landgræðslu ríkisins og Stefán Erlendsson, Eiríkur Bjarnason og Kristján Kristjánsson frá Vegagerðinni, Gunnar Valur Sveinsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar og Guðmundur Ingi Guðbrandsson frá Landvernd. Þeir gerðu grein fyrir umsögnum um frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá komu Björn B. Jónsson frá Landssamtökum skógareigenda og Suðurlandsskógum, Þröstur Eysteinsson frá Skógrækt ríkisins, Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Ólafur R. Dýrmundsson og Sigurður Eyþórsson frá Bændasamtökum Íslands og gerðu grein fyrir afstöðu til frumvarpsins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.



3) Drög að tillögu til þingsályktunar um línulagnir í jörðu. Kl. 11:30
Formaður kynnti drögin og nefndin fjallaði um málið.



4) Önnur mál. Kl. 11:42
Efni næsta fundar rætt og fleiri gestir vegna 225. máls.

Fleira var ekki gert.



Fundi slitið kl. 11:45