15. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 7. desember 2011 kl. 09:00


Mættir:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG) formaður, kl. 09:00
Atli Gíslason (AtlG), kl. 09:00
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:23
Mörður Árnason (MÁ), kl. 09:00
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:12
Róbert Marshall (RM), kl. 09:07
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:00
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 09:00

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir síðustu funda. Kl. 09:02
Farið var yfir fundargerð frá 30. nóvember sl. og hún samþykkt til birtingar á vef nefndarinnar.

2) 225. mál - náttúruvernd Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Sæbjörg Richards og Samúel Þór Guðjónsson frá Ferðaklúbbnum 4x4, Skúli H. Skúlasson frá Ferðafélaginu Útivist, Páll Guðmundsson frá Ferðafélagi Íslands, Ólafur A. Jónsson og Sigrún Ágústsdóttir frá Umhverfisstofnun og Steinunn Fjóla Sigurðardóttir og Sigurður Á Þráinsson frá Umhverfisráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Drög að tillögu til þingsályktunar um línulagnir í jörðu. Kl. 11:50
Frestað.

4) Önnur mál. Kl. 11:50
Fleira var ekki rætt.
Á.J. var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
RM vék af fundi kl. 11:00 vegna annarra þingstarfa.

Fundi slitið kl. 11:53