23. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 16. janúar 2012 kl. 09:10


Mættir:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG) formaður, kl. 09:10
Atli Gíslason (AtlG), kl. 09:10
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:10
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:10
Mörður Árnason (MÁ), kl. 09:10
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:10
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:10
Þráinn Bertelsson (ÞrB) fyrir ÞBack, kl. 09:10

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Vaðlaheiðargöng. Kl. 09:10 - Opið fréttamönnum
Á fund nefndarinnar komu Kjartan Broddi Bragason, Margeir Ásgeirsson og Ólafur Ásgeirsson frá IFS ráðgjöf, Sveinn Agnarson, Jónas Hlynur Hallgrímsson frá Hagfræðistofnun og Pálmi Kristinsson verkfræðingur. Fóru þeir yfir skýrslur sínar um Vaðlaheiðagöng og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 225. mál - náttúruvernd Kl. 11:20
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

3) Staða mála. Kl. 11:24
Nefndin ræddi stuttlega stöðu mála í nefndinni.
Formaður nefndarinnar gerði nefndarmönnum grein fyrir svari forsætisnefndar við beiðni nefndarinnar um sérfræðimat á Vaðlaheiðagöngum.


4) Önnur mál. Kl. 11:27
Fleira var ekki rætt.
ÁJ var fjarverandi.
RM var fjarverandi vegna veikinda.
ÞrB vék af fundi kl. 10:00 vegna annarra þingstarfa.
MÁ vék af fundi kl. 10:58.

Fundi slitið kl. 11:27