10. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 24. október 2012 kl. 09:00


Mættir:

Arna Lára Jónsdóttir (ArnaJ) fyrir ÓÞ, kl. 09:00
Atli Gíslason (AtlG), kl. 09:00
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:35
Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir (HLÞ) fyrir ÁI, kl. 09:08
Mörður Árnason (MÁ), kl. 09:00
Róbert Marshall (RM), kl. 09:00
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:00

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:00
Fundargerðir samþykktar án athugasemda.

2) 133. mál - Farsýslan, stjórnsýslustofnun samgöngumála Kl. 09:05
Nefndin fékk á sinn fund Ragnhildi Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytisins, Gunnar Gunnarsson frá Vegagerðinni, og Helga Jóhannsson og Steefán pálsson frá Siglingastofnun. Gestirnir ræddu sína afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna. Nefndin afgreiddi álit með meirihluta. Að álitinu stóðu: GLG, ArnaJ, RM, HLÞ og MÁ.

3) 88. mál - efnalög Kl. 09:55
Nefndin fékk á sinn fund Svövu Steinarsdóttur frá Félagi heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa, Guðmund H. Einarsson og Pál Stefánsson frá heilbrigðiseftirliti Hafnafjarðar- og Kópavogssvæðis, Árnýju Sigurðardóttur frá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og Samtökum heilbrigðiseftirlitssvæða og Stellu Hrönn Jóhannsdóttur frá heilbrigðiseftirliti Suðurlands.

Kl. 10:40 fékk nefndin á sinn fund Bergþóru H. Skúladóttur, Sigríði Kristjánsdóttur og Kristínu Lindu Árnadóttur frá Umhverfisstofnun, og Ingibjörgu Halldórsdóttur og Elísabetu Pálmadóttur frá Mannvirkjastofnun.

Kl. 11:19 fékk nefndin á sinn fund Bryndísi Skúladóttur frá Samtökum iðnaðarins.

Gestirnir ræddu sína afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál. Kl. 11:33
Fleira var ekki rætt.

ÁJ var fjarverandi.
GLG var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
MÁ og ÞS véku af fundi kl. 09:55.
HLÞ vék af fundi kl. 10:59.

Fundi slitið kl. 11:33