14. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 5. nóvember 2012 kl. 09:52


Mættir:

Atli Gíslason (AtlG), kl. 09:52
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 09:52
Árni Johnsen (ÁJ), kl. 10:10
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:52
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:19
Mörður Árnason (MÁ), kl. 11:38
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 10:02

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Innanlandsflug. Kl. 09:52
Á fund nefndarinnar komu Sigurbergur Björnsson og Friðfinnur Skaftason frá innanríkisráðuneyti, Hreinn Haraldsson frá Vegagerðinni, Björn Óli Hauksson, Elín Árnadóttir og Haukur Hauksson frá Isavia, Árni Gunnarsson frá Flugfélagi Íslands og Hörður Guðmundsson og Ásgeir Örn Þorsteinsson frá Flugfélaginu Erni. Ræddu gestir málefni innanlandsflug við nefndina og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 179. mál - umferðarlög Kl. 11:15
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 179. mál. Á fundinn komu Árni Jóhannsson frá Samtökum iðnaðarins, Lísbet Einarsdóttir frá Samtökum verslunar og þjónustu, Jón R. Pálsson frá Samtökum atvinnulífsins, Vigdís Halldórsdóttir, Valgeir Pálsson og Páll Þórhallsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja og Björn Þór Rögnvaldsson og Magnús Guðmundsson frá Vinnueftirlitinu. Auk þeirra tók Gunnar Valur Sveinsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað. Gestir greindur frá sjónarmiðum sínum og athugasemdum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 89. mál - vernd og orkunýting landsvæða Kl. 11:45
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 89. mál og ræddi einstök atriði málsins og framhald vinnu við umfjöllun þess.

4) Önnur mál. Kl. 12:12
Fleira var ekki rætt.

Í fjarveru formanns stýrði ÁI fundi til kl. 11:15 en þá tók ÓÞ við stjórninni.
RM var fjarverandi og GLG var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Fundi slitið kl. 12:12