16. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 8. nóvember 2012 kl. 12:10


Mættir:

Atli Gíslason (AtlG), kl. 12:10
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 12:10
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 12:10
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 12:10
Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 12:19
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 12:10
Mörður Árnason (MÁ), kl. 12:10
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 12:10
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 12:10
Þór Saari (ÞSa), kl. 12:10

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

Bókað:

1) 89. mál - vernd og orkunýting landsvæða Kl. 12:10
Fundurinn var haldinn sameiginlega með atvinnuveganefnd. SIJ gerði formlega athugasemd við að fundartími hefði ekki hentað honum. Á fundinn mættu Þorfinnur Þórarinsson frá Landgræðslufélagi Biskupstungna og Ásborg Arnþórsdóttir frá Uppsveitum Árnessýslu. Einnig voru Aðalsteinn Þorsteinsson og Snorri Björn Sigurðsson frá Byggðastofnun gestir fundarins í gegnum síma. Gestirnir kynntu afstöðu sína til málsins og svöruðu spurningum nefndamanna.

2) Önnur mál. Kl. 12:59
Fleira var ekki rætt.

SIJ vék af fundi kl. 12:13.
í fjarveru formanns stýrði ÁI fundi.
JRG, LRM og JónG úr atvinnuveganefnd voru fjarverandi.
GLG var fjarverandi vegna annarra þingstarfa erlendis.
ÓÞ, RM og ÁJ voru fjarverandi.
OH mætti fyrir KLM.

Fundi slitið kl. 12:59