41. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 24. mars 2014 kl. 09:30


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 09:33
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:33
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:41
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:50
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:33
Páll Valur Björnsson (PVB) fyrir RM, kl. 09:34
Svandís Svavarsdóttir (SSv) fyrir KJak, kl. 09:38
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:33

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

Brynjar Níelsson var fjarverandi.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:51
Fundargerðir 32-40. fundar voru samþykktar athugasemdalaust.

2) 221. mál - siglingavernd o.fl. Kl. 09:37
Á fund nefndarinnar mættu Karl Alvarsson frá ISAVIA, Jón F. Bjartmars og Thelma Clausen Guðjónsdóttir frá Ríkislögreglustjóra. Gestirnir fóru yfir umsagnir sínar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 215. mál - meðhöndlun úrgangs Kl. 10:50
Frestað.

4) Önnur mál Kl. 10:51
Minnihluti nefndar lét bóka beiðni um að fundur yrði haldinn með Orkumálastjóra til að ræða virkjanamál. Enginn nefndarmanna mótmælti beiðninni.

Fundi slitið kl. 10:51