3. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 30. janúar 2018 kl. 09:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:00
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:00
Maríanna Eva Ragnarsdóttir (MER), kl. 09:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Vilhjálmur Árnason vék af fundi kl. 09:45.

Helga Vala Helgadóttir var fjarverandi vegna veikinda.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 2. fundar var samþykkt.

2) 11. mál - tekjustofnar sveitarfélaga Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðna Geir Einarsson og Ólaf Hjörleifsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.

3) Kynning á meðferð EES-mála Kl. 09:35
Nefndin fékk á sinn fund Finn Þór Birgisson, Pétur Gunnarsson og Álfrúnu Perlu Baldursdóttur frá utanríkisráðuneyti og Gunnþóru Elínu Erlingsdóttur, EES-ritara nefndasviðs Alþingis, sem kynntu framkvæmd EES-samningsins og þinglega meðferð EES-mála og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15