5. fundur
utanríkismálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 26. október 2022 kl. 09:00


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 09:08
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:08
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:08
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:08
Óli Björn Kárason (ÓBK) fyrir Diljá Mist Einarsdóttur (DME), kl. 10:37

Birgir Þórarinsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þorgerður K. Gunnarsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

1974. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Kynning á starfsemi sendiskrifstofa Kl. 09:09
Gestir fundarins voru Bryndís Kjartansdóttir og Hannes Heimisson frá utanríkisráðuneyti. Þau kynntu starfsemi sendiskrifstofa í Stokkhólmi og Varsjá og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Alþjóðlegar þvingunaraðgerðir Kl. 09:53
Gestir fundarins voru Inga Þórey Óskarsdóttir, Gísli Rúnar Gíslason og Helen Inga S Von Ernst frá utanríkisráðuneyti. Þau fjölluðu um þvingunaraðgerðir gegn Íran og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 280. mál - ákvörðun nr. 53/2021, nr. 54/2021, nr. 385/2021 og nr. 146/2022 um breytingar á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:40
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Bjarni Jónsson formaður, Logi Einarsson framsögumaður, Jakob Frímann Magnússon, Jóhann Friðrik Friðriksson og Óli Björn Kárason.

4) 281. mál - ákvörðun nr. 6/2022 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:42
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Bjarni Jónsson formaður, Jóhann Friðrik Friðriksson framsögumaður, Logi Einarsson, Jakob Frímann Magnússon og Óli Björn Kárason.

5) Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/805 frá 16. febrúar 2022 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1011 með því að tilgreina gjöld sem eiga við um eftirlit Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar með til Kl. 10:42
Nefndin afgreiddi málið og verður utanríkisráðuneytið upplýst þar um.

6) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1020 frá 20. júní 2019 um markaðseftirlit og samræmi vara við kröfur og um breytingu á tilskipun 2004/42/EB og reglugerðum (EB) nr. 765/2008 og (ESB) nr. 305/2011 Kl. 10:42
Nefndin afgreiddi málið og verður utanríkisráðuneytið upplýst þar um.

7) Fundargerð Kl. 10:43
Fundargerð 4. fundar var samþykkt.

8) Önnur mál Kl. 10:43
Rætt var um starfið framundan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:45