27. fundur
utanríkismálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, miðvikudaginn 17. apríl 2024 kl. 09:30


Mætt:

Diljá Mist Einarsdóttir (DME) formaður, kl. 09:30
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:30
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 09:30
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:30
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:30
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:30
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:30

Bjarni Jónsson var fjarverandi. Birgir Þórarinsson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. Diljá Mist Einarsdóttir tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað. Logi Einarsson stýrði fundinum.

Nefndarritari: Eggert Ólafsson

2039. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 26. fundar var samþykkt.

2) Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Kl. 09:31
Gestir fundarins voru Anna Hjartardóttir, Jónas G. Allansson og María Mjöll Hjartardóttir frá utanríkisráðuneyti. Þau fjölluðu um stöðu mála og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 809. mál - stefna um stuðning Íslands við Úkraínu 2024–2028 Kl. 09:57
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu: Diljá Mist Einarsdóttir, form., Bjarni Jónsson, frsm., Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Jón Gunnarsson, Katrín Sif Árnadóttir, Logi Einarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Bjarni Jónsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins en skrifar undir álitið með heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa. Gísli Rafn Ólafsson, áheyrnarfulltrúi, lýsti sig samþykkan álitinu.

4) 698. mál - framfylgd ályktana Vestnorræna ráðsins árið 2023 Kl. 10:05
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu: Diljá Mist Einarsdóttir, form., Logi Einarsson, frsm., Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Jón Gunnarsson, Katrín Sif Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Gísli Rafn Ólafsson, áheyrnarfulltrúi, lýsti sig samþykkan álitinu.

5) 117. mál - friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja Kl. 10:08
Dagskrárliðnum var frestað.

6) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/2118 frá 24. nóvember 2021 um breytingu á tilskipun 2009/103/EB um ábyrgðartryggingu vegna notkunar vélknúinna ökutækja og um að fylgja því eftir að vátrygging vegna slíkrar ábyrgðar sé tekin Kl. 10:08
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

7) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2023/1114 frá 31. maí 2023 um markaði fyrir sýndareignir og breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 1093/2010 og (ESB) nr. 1095/2010 og tilskipunum 2013/36/ ESB og (ESB) 2019/1937 Kl. 10:08
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

8) Önnur mál Kl. 10:11
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:11