28. fundur
utanríkismálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, mánudaginn 22. apríl 2024 kl. 09:30


Mætt:

Diljá Mist Einarsdóttir (DME) formaður, kl. 09:30
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 1. varaformaður, kl. 09:30
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:30
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:30
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 09:30
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:55
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:30

Jón Gunnarsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

2040. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) 929. mál - fiskveiðiviðræður milli Íslands og Grænlands varðandi aðgang til makrílveiða á Norðaustur-Atlantshafi á árinu 2024 Kl. 09:30
Á fundinn komu Helga Hrönn Karlsdóttir frá utanríkisráðuneyti og Guðmundur Þórðarson frá matvælaráðuneyti. Þau fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Bjarni Jónsson var valinn framsögumaður málsins.

2) Fundargerð Kl. 09:45
Fundargerð 27. fundar var samþykkt.

3) 808. mál - ákvarðanir nr. 185/2023 um breytingu á IX. viðauka og nr. 240/2023 um breytingu á XI. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:45
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið.

Að nefndaráliti stóðu Diljá Mist Einarsdóttir, formaður, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, framsögumaður, Birgir Þórarinsson, Bjarni Jónsson og Logi Einarsson. Katrín Sif Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sátu hjá við afgreiðslu málsins.

4) 117. mál - friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja Kl. 09:47
Bjarni Jónsson var valinn framsögumaður málsins.

5) Störf alþjóðanefnda Kl. 09:48
Fjallað var um nýlegt alþjóðastarf nefndarmanna.

6) Stefna Grænlands í utanríkis-, öryggis- og varnarmálum 2024-2033 Kl. 10:00
Á fundinn komu Pétur Ásgeirsson og Snorri Matthíasson frá utanríkisráðuneyti. Þeir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) Önnur mál Kl. 10:45
Fjallað var um starfið framundan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00