1. fundur
utanríkismálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 8. október 2013 kl. 10:05


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 10:05
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) 1. varaformaður, kl. 10:05
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 10:05
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 10:05
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG) fyrir BirgJ, kl. 10:05
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 10:17
Steingrímur J. Sigfússon (SJS) fyrir ÁÞS, kl. 10:05
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 10:05

Guðlaugur Þór Þórðarson og Silja Dögg Gunnarsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Stígur Stefánsson
Þröstur Freyr Gylfason

1562. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Varðveisla fjarskiptaupplýsinga 2006/24/EB - Ísland/Noregur Kl. 10:05
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um upptöku tilskipunar 2006/24 um gagnageymd (geymslu fjarskiptaupplýsinga) í EES-samninginn.

Á fund nefndarinnar komu Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneyti og Sigurbergur Björnsson frá innanríkisráðuneyti. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Til grundvallar umfjöllunar málsins voru eftirtalin gögn:

a) Bréf utanríkismálanefndar til utanríkisráðherra dags. 20. febrúar 2012. Bréfi nefndarinnar fylgdi minnisblað um umfjöllun nefndarinnar ásamt fylgiskjölum (17 bls.).
b) Bréf ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins til formanns utanríkismálanefndar, dags. 12. september 2013.

2) Staða makrílmálsins Kl. 11:10
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið. Á fund nefndarinnar komu Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurgeir Þorgeirsson, Jóhann Guðmundsson og Helga Sigurrós Valgeirsdóttir frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti og Andri Lúthersson frá utanríkisráðuneyti. Fjölluðu þau um stöðu makrílmálsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 12:21
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:21