17. fundur
utanríkismálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 27. apríl 2017 kl. 09:30


Mættir:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) 2. varaformaður, kl. 09:30
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:30
Orri Páll Jóhannsson (OPJ) fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur (SÞÁ), kl. 09:30
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:30
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:30
Smári McCarthy (SMc) fyrir Ástu Guðrúnu Helgadóttur (ÁstaH), kl. 09:30
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:30

Jóna Sólveig Elínardóttir og Vilhjálmur Bjarnason voru fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1766. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerðir 15. og 16. fundar voru samþykktar.

2) 402. mál - fjármálaáætlun 2018--2022 Kl. 09:30
Valgerður Sverrisdóttir formaður þróunarsamvinnunefndar og Hildigunnur Engilbertsdóttir starfsmaður nefndarinnar komu á fund nefndarinnar.

Eftirfarandi gögnum var dreift á fundinum:

1. Tillaga til þingsályktunar um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2017-2021.
2. Umsögn þróunarsamvinnunefndar við tillögu til þingsályktunar um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2017-2021.
3. Yfirlit um framlög til þróunarsamvinnu og aðkomu þróunarsamvinnunefndar.
4. Skífurit yfir hlutfall þróunaraðstoðar Íslands eftir málaflokkum.

Gestirnir fjölluðu um hlutverk nefndarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 10:00
Fulltrúar Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Pírata lögðu fram eftirfarandi bókun:

„Fulltrúar Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Pírata bóka athugasemdir við að meirihlutinn hafi margsinnis ekki virt þingsköp sem kveða á um mætingaskyldur þingmanna á nefndarfundi og að fulltrúar meirihlutans kalli ekki inn varamenn ef forföll verða í þeirra hópi. Fulltrúar minnihlutann bera þar með ábyrgð á því að fundir séu mannaðir og fundir séu þar með lögmætir. Það gangi ekki upp til lengdar.“

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:07