31. fundur
utanríkismálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 28. maí 2018 kl. 09:30


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:30
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:30
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:30
Inga Sæland (IngS), kl. 10:21
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG) fyrir Gunnar Braga Sveinsson (GBS), kl. 10:17
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:30

Logi Einarsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1810. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 30. fundar var samþykkt.

2) Kynning á starfsemi sendiskrifstofa Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Árni Þór Sigurðsson, Kristín A. Árnadóttir, Sigríður Snævarr og Þórður Ægir Óskarsson frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir gerðu grein fyrir störfum sínum framundan og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 545. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 186/2017 um breytingu á XVII. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:20
Á fund nefndarinnar komu Pétur Gunnarsson frá utanríkisráðuneyti og Jón Vilberg Guðjónsson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Gestirnir kynntu tillöguna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Smári McCarthy var skipaður framsögumaður málsins.

4) 492. mál - Íslandsstofa Kl. 10:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

5) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 frá 16. apríl 2014 um markaðssvik (reglugerð um markaðssvik) og um niðurfellingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/6/EB og tilskipunum framkvæmdastjórnarinnar 2003/124/EB, 2003/125/EB og 2004 Kl. 10:40
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneytið upplýst þar um.

6) Tilskipun 2016/2102/ESB um aðgengi að opinberum vefjum Kl. 10:42
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneytið upplýst þar um.

7) Önnur mál Kl. 10:44
Fjallað var um störf nefndarinnar framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:50