9. fundur
utanríkismálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 4. nóvember 2019 kl. 09:30


Mættir:

Sigríður Á. Andersen (SÁA) formaður, kl. 09:30
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:30
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:30
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:30
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:30
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:30
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:30

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1871. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerðir 6., 7. og 8. fundar voru samþykktar.

2) 187. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 78/2019 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:30
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 2-9.

Á fund nefndarinnar komu Gautur Sturluson frá utanríkisráðuneyti, Margrét Ósk Óskarsdóttir frá Mannvirkjastofnun, Guðmundur Kári Kárason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Daði Ólafsson og Iðunn Guðjónsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Sigurbjörg Sæmundsdóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Gestirnir kynntu málin og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Bryndís Haraldsdóttir var valin framsögumaður málsins.

3) 188. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 190/2019 um breytingu á IX. viðauka og XIX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:30
Sjá umfjöllun við 2. dagskrárlið.

Bryndís Haraldsdóttir var valin framsögumaður málsins.

4) 189. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 79/2019 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:30
Sjá umfjöllun við 2. dagskrárlið.

Bryndís Haraldsdóttir var valin framsögumaður málsins.

5) 270. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 72/2019 um breytingu á II. og IV. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:30
Sjá umfjöllun við 2. dagskrárlið.

Ari Trausti Guðmundsson var valinn framsögumaður málsins.

6) 271. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 74/2019 um breytingu á II. og IV. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:30
Sjá umfjöllun við 2. dagskrárlið.

Ari Trausti Guðmundsson var valinn framsögumaður málsins.

7) 272. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 91/2019 um breytingu á XVII. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:30
Sjá umfjöllun við 2. dagskrárlið.

Logi Einarsson var valinn framsögumaður málsins.

8) 273. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 125/2019 um breytingu á IX. og XIX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:30
Sjá umfjöllun við 2. dagskrárlið.

Smári McCarthy var valinn framsögumaður málsins.

9) 274. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 210/2019 um breytingu á I. og II. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:30
Sjá umfjöllun við 2. dagskrárlið.

Silja Dögg Gunnarsdóttir var valin framsögumaður málsins.

10) 275. mál - fullgilding heildarsamnings um efnahagslega samvinnu milli EFTA-ríkjanna og Indónesíu Kl. 10:15
Á fund nefndarinnar komu Kristinn F. Árnason og Ögmundur Hrafn Magnússon frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir kynntu þingsályktunartillöguna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Smári McCarthy var valinn framsögumaður málsins.

11) Önnur mál Kl. 10:25
Rætt var um störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:30