16. fundur
utanríkismálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, miðvikudaginn 4. desember 2019 kl. 16:30


Mætt:

Sigríður Á. Andersen (SÁA) formaður, kl. 16:30
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 16:30
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 16:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 16:30
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 16:30
Smári McCarthy (SMc), kl. 16:30
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 16:30

Gunnar Bragi Sveinsson boðaði fjarvist. Ari Trausti Guðmundsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

1878. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 16:30
Fundargerð 15. fundar var samþykkt.

2) 438. mál - samningur milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árunum 2019 og 2020 Kl. 16:31
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Sigríður Á. Andersen formaður, Bryndís Haraldsdóttir framsögumaður, Logi Einarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Silja Dögg Guðmundsdóttir, Smári McCarthy og Þorgerður K. Gunnarsdóttir.

3) 428. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 128/2019 um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn Kl. 16:33
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Sigríður Á. Andersen formaður, Ari Trausti Guðmundsson framsögumaður, Bryndís Haraldsdóttir, Logi Einarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Silja Dögg Guðmundsdóttir, Smári McCarthy og Þorgerður K. Gunnarsdóttir.

4) 429. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 172/2019 um breytingu á XIX. viðauka við EES-samninginn Kl. 16:35
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Sigríður Á. Andersen formaður, Rósa Björk Brynjólfsdóttir framsögumaður, Bryndís Haraldsdóttir, Logi Einarsson, , Silja Dögg Guðmundsdóttir, Smári McCarthy (með fyrirvara)og Þorgerður K. Gunnarsdóttir.

5) Önnur mál Kl. 16:40
Rætt var um alþjóðastarf nefndarinnar.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:45