22. fundur
utanríkismálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 9. febrúar 2023 kl. 17:15


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 17:20
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 17:20
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 17:20
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 17:20
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 17:20
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 17:22

Diljá Mist Einarsdóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Jakob Frímann Magnússon voru fjarverandi.

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

1991. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) 487. mál - þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland Kl. 17:22
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Bjarni Jónsson formaður og framsögumaður, Njáll Trausti Friðbertsson, Logi Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Birgir Þórarinsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (með fyrirvara). Diljá Mist Einarsdóttir, Jakob Frímann Magnússon og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins en skrifuðu undir álitið í samræmi við 2. mgr. 29. gr. þingskapa.

2) Önnur mál Kl. 17:37
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:37