31. fundur
utanríkismálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 26. apríl 2023 kl. 09:00


Mætt:

Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 09:00
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:00
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:00
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 09:00
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH) fyrir Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:00
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:00
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:00
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00

Birgir Þórarinsson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. Lilja Rafney Magnússon var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

2000. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárliðnum var frestað.

2) Varnar- og öryggismál Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Anna Jóhannsdóttir og Jónas Allansson frá utanríkisráðuneyti.

Kveðið var á um trúnað á umfjölluninni í samræmi við 24. gr. þingskapa.

3) 890. mál - Evrópska efnahagssvæðið Kl. 09:15
Á fund nefndarinnar komu Anna Jóhannsdóttir, Inga Þórey Óskarsdóttir og Ragnar G. Kristjánsson frá utanríkisráðuneyti og Gunnar Þór Pétursson prófessor við Háskólann í Reykjavík og formaður starfhóps utanríkisráðherra sem skipaður var 2022 til að vinna drög að frumvarpi til breytinga á lögum nr. 2/1993 til innleiðingar bókunar 35 við EES-samninginn.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15