32. fundur
utanríkismálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 28. apríl 2023 kl. 13:05


Mætt:

Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 13:05
Bryndís Haraldsdóttir (BHar) fyrir Birgi Þórarinsson (BirgÞ), kl. 14:00
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 13:05
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 13:05
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 13:05
Orri Páll Jóhannsson (OPJ) fyrir Bjarna Jónsson (BjarnJ), kl. 13:05

Jakob Frímann Magnússon, Logi Einarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þorgerður K. Gunnarsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Arna Gerður Bang

2001. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:05
Dagskrárliðnum er frestað.

2) 139. mál - rannsóknasetur öryggis- og varnarmála Kl. 13:05
Á fund utanríkismálanefndar komu Pia Hanson og Guðmundur Hálfdánarson frá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Margrét Jónsdóttir Njarðvík og Helga Guðrún Jónasdóttir frá Háskólanum á Bifröst.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 14:10
Ákveðið var að framlengja almennan umsagnarfrest í 890. máli um Evrópska efnahagssvæðið (bókun 35) til 11. maí nk.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:15