26. fundur
utanríkismálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, mánudaginn 15. apríl 2024 kl. 09:45


Mætt:

Diljá Mist Einarsdóttir (DME) formaður, kl. 09:45
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:45
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 09:45
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:45
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:45
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:45

Birgir Þórarinsson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. Bjarni Jónsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

2038. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:45
Fundargerð 25. fundar var samþykkt.

2) 808. mál - ákvarðanir nr. 185/2023 um breytingu á IX. viðauka og nr. 240/2023 um breytingu á XI. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:45
Á fundinn komu Ingólfur Friðriksson frá utanríkisráðuneyti, Sigríður Rafnar Pétursdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Helga Hauksdóttir frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti. Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir var valin framsögumaður málsins.

3) 86. mál - rannsóknasetur öryggis- og varnarmála Kl. 10:10
Ákveðið var að fá fulltrúa Alþjóðamálastofnunar á næsta fund nefndarinnar.

4) 809. mál - stefna um stuðning Íslands við Úkraínu 2024–2028 Kl. 10:15
Bjarni Jónsson var valinn framsögumaður málsins.

5) 117. mál - friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja Kl. 10:15
Dagskrárliðnum var frestað.

6) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/2118 frá 24. nóvember 2021 um breytingu á tilskipun 2009/103/EB um ábyrgðartryggingu vegna notkunar vélknúinna ökutækja og um að fylgja því eftir að vátrygging vegna slíkrar ábyrgðar sé tekin Kl. 10:15
Dagskrárliðnum var frestað.

7) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2023/1114 frá 31. maí 2023 um markaði fyrir sýndareignir og breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 1093/2010 og (ESB) nr. 1095/2010 og tilskipunum 2013/36/ ESB og (ESB) 2019/1937 Kl. 10:15
Dagskrárliðnum var frestað.

8) Alþjóðastarf utanríkismálanefndar Kl. 10:16
Fjallað var um alþjóðastarf nefndarinnar.

9) 698. mál - framfylgd ályktana Vestnorræna ráðsins árið 2023 Kl. 10:34
Á fund nefndarinnar komu Steinunn Þóra Árnadóttir, formaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins, og Hildur Edwald, ritari Íslandsdeildar. Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Logi Einarsson var valinn framsögumaður málsins.

10) Önnur mál Kl. 10:45
Fjallað var um starfið framundan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:50