30. fundur
utanríkismálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, miðvikudaginn 22. maí 2024 kl. 09:19


Mætt:

Diljá Mist Einarsdóttir (DME) formaður, kl. 09:19
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 1. varaformaður, kl. 10:27
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:19
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:19
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 09:19
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:36
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:19

Jakob Frímann Magnússon, Jón Gunnarsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru fjarverandi. Gísli Rafn Ólafsson vék af fundi 9:32 og Birgir Þórarinsson 10:58.

Nefndarritarar:
Eggert Ólafsson
Stígur Stefánsson

2042. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Undirbúningur fyrir heimsókn til Tyrklands Kl. 09:19
Á fund nefndarinnar komu Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir, Anna Hjartardóttir og Anna Jóhannsdóttir frá utanríkisráðuneyti.

Fjallað var um fyrirhugaða ferð utanríkismálanefndar til Tyrklands, utanríkisstefnu tyrkneska ríkisins og tvíhliða samskipti þess við Ísland.

2) 635. mál - bókun 35 við EES-samninginn Kl. 10:27
Á fund nefndarinnar komu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, og Friðrik Jónsson og Ingólfur Friðriksson frá utanríkisráðuneyti.

Ráðherra fjallaði um stöðu innleiðingar á bókun 35 við EES-samninginn og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Staðan Í Georgíu Kl. 10:41
Á fund nefndarinnar komu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, og Friðrik Jónsson og Ingólfur Friðriksson frá utanríkisráðuneyti.

Ráðherra fjallaði um heimsókn til Georgíu og svaraði spurningum nefndarmanna.

Hluti umfjöllunarinnar var bundinn trúnaði í samræmi við 24. gr. þingskapa.

4) Fundargerð Kl. 11:27
Fundargerð 29. fundar var samþykkt.

5) Önnur mál Kl. 11:28
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:28