3. fundur
utanríkismálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 25. september 2012 kl. 09:05


Mættir:

Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) formaður, kl. 09:05
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:05
Bjarni Benediktsson (BjarnB), kl. 09:05
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:05
Jón Bjarnason (JBjarn), kl. 09:05
Ragnheiður E. Árnadóttir (REÁ), kl. 09:05

Nefndarritari: Þröstur Freyr Gylfason

Bókað:

1) Fundargerðir síðustu funda. Kl. 09:05
Umfjöllun nefndarinnar um dagskrármálið var frestað.

2) 97. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 101/2012 um breytingu á bókun 31 við EES-samninginn Kl. 09:06
Á fund nefndarinnar komu Bergþór Magnússon og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti og Þórunn J. Hafstein frá innanríkisráðuneyti. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ákvað að Bjarni Benediktsson yrði framsögumaður málsins.

3) 98. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 55/2012 um breytingu á XII. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:23
Á fund nefndarinnar komu Bergþór Magnússon og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti og Þórunn Valgerður Rún Benediktsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ákvað að Árni Páll Árnason yrði framsögumaður málsins.

4) 99. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 149/2012 um breytingu á XVIII. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Bergþór Magnússon og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti og Bjarnheiður Gautadóttir frá velferðarráðuneyti. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ákvað að Árni Páll Árnason yrði framsögumaður málsins.

5) 100. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 115/2012 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:40
Á fund nefndarinnar komu Bergþór Magnússon og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti og Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ákvað að Árni Páll Árnason yrði framsögumaður málsins.

6) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar. Kl. 09:55
Á fund nefndarinnar komu Bergþór Magnússon og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti, Björn Freyr Björnsson og Rúnar Guðjónsson frá innanríkisráðuneyti og Guðbjörg Eva H. Baldursdóttir frá atvinnuvegaráðuneyti. Gerðu þau grein fyrir málum á dagskrá fundar sameiginlegu EES-nefndarinnar 28. september 2012 og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) Mál í vinnslu innan EFTA (2. gr. mál sem eru hjá fastanefndum Alþingis). Kl. 10:18
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um EES-mál sem eru til meðferðar í fastanefndum Alþingis sbr. 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála.

8) Önnur mál. Kl. 10:25
a) Rætt um starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:28