41. fundur
utanríkismálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 5. mars 2013 kl. 09:12


Mættir:

Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) formaður, kl. 09:12
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:12
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:12
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) fyrir ÞBack, kl. 09:12
Ragnheiður E. Árnadóttir (REÁ), kl. 09:12
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:27
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 10:32

Árni Páll Árnason, Bjarni Benediktsson, Mörður Árnason voru fjarverandi.
Ólafur Þór Gunnarsson vék af fundi kl. 9.30.

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:12
Fundargerð fundar utanríkismálanefndar frá 28. febrúar var lögð fram til staðfestingar og verður birt á vef Alþingis.

2) 566. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 229/2012 um breytingu á XIX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:14
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Árni Þór Sigurðsson framsögumaður, Gunnar Bragi Sveinsson, Helgi Hjörvar, Ólafur Þór Gunnarsson og Ragnheiður E. Árnadóttir.

3) 564. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 210/2012 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:20
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Árni Þór Sigurðsson framsögumaður, Gunnar Bragi Sveinsson, Helgi Hjörvar, Ólafur Þór Gunnarsson og Ragnheiður E. Árnadóttir.

4) 565. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 217/2012 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:22
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

5) 582. mál - áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2013--2016 Kl. 09:31
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

Í upphafi komu á fund nefndarinnar Erna Reynisdóttir og Margrét Júlía Rafnsdóttir frá Barnaheill, Anna Ólafsdóttir og Jónas Þórir Þórisson frá Hjálparstarfi kirkjunnar, Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands, Kristján Sturluson og Nína Helgadóttir frá Rauða krossi Íslands, Kristján Þór Sverrisson frá Sambandi íslenskra kristniboðsfélaga, Inga Dóra Pétursdóttir frá UN Women á Íslandi og Stefán Stefánsson frá UNICEF á Íslandi.

Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá komu á fund nefndarinnar Ingvar Birgir Friðleifsson frá Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, Tumi Tómasson frá Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna og jafnframt Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Hafdís Anna Ægisdóttir frá Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna, og Irma Erlingsdóttir og Annadís G. Rúdólfsdóttir frá Alþjóðlega jafnréttisskólanum.

Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Loks komu á fund nefndarinnar Þorbjörn Guðmundsson frá Alþýðusambandi Íslands og Ólafur Loftsson frá Kennarasambandi Íslands.

Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 600. mál - Norðurlandasamningur um almannatryggingar Kl. 11:53
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Þuríður Backman framsögumaður, Árni Þór Sigurðsson, Gunnar Bragi Sveinnsson, Helgi Hjörvar og Ragnheiður E. Árnadóttir.

7) Önnur mál. Kl. 11:58
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:58