42. fundur
utanríkismálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 5. mars 2013 kl. 13:15


Mættir:

Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) formaður, kl. 13:15
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 13:15
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 13:15
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 13:15
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 13:15

Árni Páll Árnason, Bjarni Benediktsson, Mörður Árnason og Ragnheiður E. Árnadóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Þröstur Freyr Gylfason

Bókað:

1) Alþjóðavinnumálastofnunin og sænska Laval-málið. Kl. 13:15
Á fund nefndarinnar komu Gylfi Kristinsson og Bjarnheiður Gautadóttir frá velferðarráðuneyti, Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir og Sesselja Sigurðardóttir frá utanríkisráðuneyti, Magnús Norðdahl frá ASÍ, Sonja Ýr Þorbergsdóttir frá BSRB og Hrafnhildur Stefánsdóttir frá SA. Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 582. mál - áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2013--2016 Kl. 14:03
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

Á fund nefndarinnar komu eftirtaldir fulltrúar úr Þróunarsamvinnunefnd: Drífa Hjartardóttir, Haukur Már Haraldsson og Lilja Dóra Kolbeinsdóttir. Einnig kom á fundinn Engilbert Guðmundsson frá Þróunarsamvinnustofnun Íslands.

Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 281. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 181/2012 um breytingu á XIX. viðauka við EES-samninginn Kl. 14:19
Umfjöllun nefndarinnar um dagskrármálið var frestað.

4) 100. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 115/2012 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn Kl. 14:19
Umfjöllun nefndarinnar um dagskrármálið var frestað.

5) Önnur mál. Kl. 14:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:21