14. fundur
utanríkismálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 30. janúar 2019 kl. 09:10


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:08
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:11
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:08
Ásgerður K. Gylfadóttir (ÁsgG), kl. 09:09
Bjartur Aðalbjörnsson (BjA), kl. 09:08
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:08
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:10
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:08

Smári McCarthy var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1832. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:11
Fundargerð 13. fundar var samþykkt.

2) 499. mál - fullgilding á uppfærðum fríverslunarsamningi milli EFTA-ríkjanna og Tyrklands Kl. 09:12
Fjallað var um 2. og 3. dagskrárlið saman.

Á fund nefndarinnar komu Kristinn F. Árnason, Katrín Einarsdóttir og Davíð Logi Sigurðsson frá utanríkisráðuneyti. Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var valin framsögumaður 499.máls, Fullgilding á uppfærðum fríverslunarsamningi milli EFTA-ríkjanna og Tyrklands.

Ari Trausti Guðmundsson var valinn framsögumaður 500. máls, Fullgilding heildarsamnings um efnahagslega samvinnu milli EFTA-ríkjanna og Ekvador.

3) 500. mál - fullgilding heildarsamnings um efnahagslega samvinnu milli EFTA-ríkjanna og Ekvador Kl. 09:45
Sjá umfjöllun um 2. dagskrárlið.

4) Alþjóðastarf utanríkismálanefndar Kl. 09:46
Farið var yfir alþjóðastarf nefndarinnar.

5) Tilskipun (ESB) 2015/1513 sem breytir tilskipun 98/70/EB um gæði bensíns og díseleldsneytis og tilskipun 2009/28/EB um að auka notkun orku frá endurnýjanlegum orkugjöfum Kl. 09:50
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

6) Önnur mál Kl. 09:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00