15. fundur
utanríkismálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 4. febrúar 2019 kl. 09:30


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:30
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:30
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:30
Ásgerður K. Gylfadóttir (ÁsgG), kl. 09:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:40
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:30
Inga Sæland (IngS), kl. 10:05
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:30
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:30

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1833. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 14. fundar var samþykkt.

2) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 8. febrúar 2019 Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Bergþór Magnússon og Pétur Gunnarsson frá utanríkisráðuneyti og Guðlaug Þorvaldsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Gestirnir kynntu þær gerðir sem til stendur að taka upp í EES-samninginn á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar 8. febrúar nk. og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Kynning á starfsemi sendiskrifstofa Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar kom Þórir Ibsen sendiherra.

Gesturinn gerði grein fyrir störfum sínum framundan og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 499. mál - fullgilding á uppfærðum fríverslunarsamningi milli EFTA-ríkjanna og Tyrklands Kl. 10:30
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 4. og 5.

Kynnt voru drög að nefndaráliti. Afgreiðslu málsins var frestað til næsta fundar.

5) 500. mál - fullgilding heildarsamnings um efnahagslega samvinnu milli EFTA-ríkjanna og Ekvador Kl. 10:30
Sjá umfjöllun um 4. dagskrárlið.

6) Störf alþjóðanefnda Kl. 10:33
Nefndin ræddi um það sem efst er á baugi í starfi alþjóðanefnda.

7) Önnur mál Kl. 10:40
Rætt var um störf nefndarinnar framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:44