49. fundur
velferðarnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, mánudaginn 15. apríl 2024 kl. 09:30


Mætt:

Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ) 1. varaformaður, kl. 09:33
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:33
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:33
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:33
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:33
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:33
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:33
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:33
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:33
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:33

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:33
Dagskrárlið frestað.

2) 864. mál - breyting á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfis almannatrygginga Kl. 09:33
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hildi Sverrisdóttur Röed, Ingibjörgu Sigríði Elíasdóttur, Tryggva Þórhallsson, Jón Þór Þorvaldsson, Jóhönnu Lind Elíasdóttur og Jónu Guðnýju Eyjólfsdóttur.

Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti þar sem fram komi afstaða ráðuneytisins til þeirra umsagna sem nefndinni hafa borist um málið.

3) 909. mál - breyting á ýmsum lögum vegna samstarfs og eftirlits á vinnumarkaði Kl. 11:08
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti. Ákvörðun um framsögumann var frestað.

4) 910. mál - fæðingar- og foreldraorlof og sorgarleyfi Kl. 11:08
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti. Ákvörðun um framsögumann var frestað.

5) 922. mál - réttindagæsla fyrir fatlað fólk Kl. 11:08
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti. Ákvörðun um framsögumann var frestað.

6) 904. mál - sjúkraskrár og landlæknir og lýðheilsa Kl. 11:08
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti og að Líneik Anna Sævarsdóttir verði framsögumaður þess.

7) 905. mál - vísindarannsóknir á heilbrigðissviði Kl. 11:08
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti og að Líneik Anna Sævarsdóttir verði framsögumaður þess.

8) 906. mál - sjúkraskrár Kl. 11:08
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti og að Líneik Anna Sævarsdóttir verði framsögumaður þess.

9) 907. mál - landlæknir og lýðheilsa og sjúkraskrár Kl. 11:08
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti og að Líneik Anna Sævarsdóttir verði framsögumaður þess.

10) 908. mál - sjúkratryggingar Kl. 11:08
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti og að Líneik Anna Sævarsdóttir verði framsögumaður þess.

11) 728. mál - heilbrigðisþjónusta Kl. 11:09
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá heilbrigðisráðuneyti þar sem fram komi afstaða ráðuneytisins til þeirra umsagna sem nefndinni hafa borist um málið.

12) 754. mál - húsaleigulög Kl. 11:09
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá innviðaráðuneyti þar sem fram komi afstaða ráðuneytisins til þeirra umsagna sem nefndinni hafa borist um málið.

13) Önnur mál Kl. 11:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00