74. fundur
velferðarnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, fimmtudaginn 20. júní 2024 kl. 09:45


Mætt:

Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) formaður, kl. 09:45
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ) 1. varaformaður, kl. 09:45
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:45
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:45
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:45
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:45
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:45
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:45
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:45
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:45

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:45
Dagskrárlið frestað.

2) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2022/2371 um alvarlegar heilbrigðisógnir sem ná yfir landamæri og um niðurfellingu á ákvörðun nr. 1082/2013/ESB Kl. 09:45
Tillaga formanns um afgreiðslu málsins til utanríkismálanefndar var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Allir viðstaddir nefndarmenn rita undir álitið.

3) 867. mál - sóttvarnalög Kl. 09:50
Nefndin ræddi málið.

4) 909. mál - breyting á ýmsum lögum vegna samstarfs og eftirlits á vinnumarkaði Kl. 09:52
Tillaga formanns um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af Líneik Önnu Sævarsdóttur, Ásmundi Friðrikssyni, Óla Birni Kárasyni, Bryndísi Haraldsdóttur, Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur, Jóhanni Páli Jóhannssyni og Guðmundi Inga Kristinssyni. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir sat hjá.

Að nefndaráliti með breytingartillögu standa Steinunn Þóra Árnadóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Óli Björn Kárason, Bryndís Haraldsdóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Jóhann Páll Jóhannsson.

5) 910. mál - fæðingar- og foreldraorlof og sorgarleyfi Kl. 09:55
Tillaga formanns um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum. Að nefndaráliti með breytingartillögu standa Steinunn Þóra Árnadóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Óli Björn Kárason, Bryndís Haraldsdóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Guðmundur Ingi Kristinsson.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir og Jóhann Páll Jóhannsson boðuðu sérálit.

6) 1105. mál - réttindi sjúklinga Kl. 10:04
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna fresti og að Steinunn Þóra Árnadóttir verði framsögumaður þess.

7) 754. mál - húsaleigulög Kl. 10:07
Nefndin ræddi málið.

Samþykkt var að Líneik Anna Sævarsdóttir verði framsögumaður þess og taki við af Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur.

8) Önnur mál Kl. 10:10
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

„Í 3. mgr. 11. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis segir að berist ósk um að tiltekið mál verði tekið á dagskrá frá framsögumanni máls, skuli verða við því svo fljótt sem kostur er, sbr. 2. mgr. 15. gr. laga um þingsköp Alþingis. Formaður skal gefa viðhlítandi skýringar ef dregst umfram þrjá virka daga að setja málið á dagskrá fundar.

Í marga mánuði hef ég, sem framsögumaður málanna, óskað eftir því að mál nr. 116 Umboðsmaður sjúklinga og 222 Neyðargeðheilbrigðisteymi verði tekin til umfjöllunar í nefndinni. Formaður hefur hunsað með öllu skyldu sína samkvæmt þingskaparlögum til þess að verða við þeirri beiðni, án nokkurra skýringa.

Í þessum vinnubrögðum felst ekki einungis vanvirðing við Alþingi sjálft og þingsköp þess, heldur einnig við fólkið sem hefur ríka hagsmuni af þeim umbótum sem lagðar eru til með þessum þingmálum. Er þar ekki síst um að ræða einstaklinga í afar viðkvæmri stöðu, sjúklinga og notendur heilbrigðiskerfisins sem geta ekki í núverandi kerfi borið hönd fyrir höfuð sér gegn réttindabrotum í kerfinu og jafnvel ofbeldi.“

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:20