17. fundur
velferðarnefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 7. mars 2022 kl. 09:30


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:30
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:40
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:30
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:30
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:30
Lenya Rún Taha Karim (LenK) fyrir Halldóru Mogensen (HallM), kl. 09:30
Orri Páll Jóhannsson (OPJ) fyrir (JSkúl), kl. 09:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:30

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 16. fundar samþykkt.

2) Áhrif faraldurs kórónuveiru á Íslandi - Minnisblað forsætisráðuneytisins um vinnu stjórnvalda við að kortleggja og greina áhrif Covid-19 á samfélagið Kl. 09:30
Nefndin ræddi málið.

3) Heilbrigðisþjónusta á Suðurnesjum Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar mættu Willum Þór Þórisson heilbrigðisráðherra og Guðlaug Einarsdóttir og Ásthildur Knútsdóttir frá heilbrigðisráðuneytinu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 55. mál - almannatryggingar Kl. 10:55
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður málsins.

5) 56. mál - félagsleg aðstoð Kl. 10:55
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður málsins.

6) 58. mál - gjaldfrjálsar tannréttingar fyrir börn Kl. 10:55
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Þá var ákveðið að Oddný G. Harðardóttir verði framsögumaður málsins.

7) Önnur mál Kl. 10:55
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 11:00