46. fundur
velferðarnefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 13. júní 2022 kl. 09:00


Mætt:

Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Guðný Birna Guðmundsdóttir (GBG), kl. 09:00
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:00
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:07
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:00

Líneik Anna Sævarsdóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað

2) 592. mál - framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mætti Heiðrún Björk Gísladóttir frá Samtökum atvinnulífsins. Fór hún yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.
Nefndin ræddi málið.

3) 418. mál - mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaáætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030 Kl. 09:10
Tillaga um að afgreiða málið til 2. umræðu var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Að nefndaráliti standa allir viðstaddir nefndarmenn.

4) 575. mál - stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 Kl. 09:15
Nefndin ræddi málið.

5) 6. mál - uppbygging félagslegs húsnæðis Kl. 09:20
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni til 2. umræðu var samþykkt af eftirfarandi nefndarmönnum: ÁsFrið, GHaf, HHH, OPJ og ÓBK.
Eftirfarandi nefndarmenn sátu hjá við afgreiðslu málsins: GIK, GBG, HallM.

Guðný Birna Guðmundsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

Samfylkingin mótmælir meðferð meiri hluta á máli nr. 6. Uppbygging félagslegs húsnæðis en afgreiðsla máls er hluti af þinglokasamningum. Í þingsályktunartillögunni er ríkisstjórninni falið að efla almenna íbúðakerfið með uppbyggingu eitt þúsund leigu- og búseturéttaríbúða á hverju ári, í samstarfi við húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða. Í nefndaráliti meirihluta er tekið undir markmið og efni tillögunnar en því jafnframt haldið fram að efni tillögunnar „falli að öllu leyti innan verkefna sem nú þegar er unnið til umbóta á húsnæðismarkaði á vegum ríkisstjórnar.“ Engu að síður treystir meiri hluti velferðarnefndar sér ekki til að styðja efni tillögunnar, þrátt fyrir áðurgreinda yfirlýsingu, og vísar efni hennar til ríkisstjórnar. Samfylkingin harmar þá pólitísku leiki sem meirihlutinn stundar, þess efnis að fella allar góðar tillögur sem koma frá stjórnarandstöðunni og telur þessa stefnu ekki til þess fallna að auka traust á stjórnmálum.

Halldóra Mogensen og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:

Við tökum undir athugasemdir Guðnýjar Birnu GUðmundsdóttur um málsmeðferð þessa máls af hálfu meiri huta nefndarinnar nú á lokadögum þings og afgreiðslu hans á máli þessu. Vinnubrögðin eru vonbrigði og ekki til þess fallin að auka traust. Full ástæða er til að gera athugasemdir við þetta vinnulag.

6) Önnur mál Kl. 09:35
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:35