68. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 5. júní 2023 kl. 09:30


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:30
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:30
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:30
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:30
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:30
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:30
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:30

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Dagskrárlið frestað.

2) Endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu Kl. 09:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Steingrím J. Sigfússon og Klöru Baldursdóttur Briem. Fékk nefndin kynningu á vinnu stýrihóps við endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu.

3) 807. mál - þróunaráætlun og tilraunaverkefni fyrir ræktun lyfjahamps og notkun kannabislyfja í lækningaskyni Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þorvald Birgi Arnarsson og Kristínu Heklu Örvarsdóttur frá Bændasamtökunum og Sigurð Hólmar Jóhannesson og Þórunni Þórs Jónsdóttur frá Hampfélaginu.

4) 939. mál - tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna Kl. 10:41
Tillaga formanns um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum. Að nefndaráliti með breytingartillögu standa Líneik Anna Sævarsdóttir, Jódís Skúladóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Óli Björn Kárason, Halldóra Mogensen, Guðmundur Ingi Kristinsson og Oddný G. Harðardóttir.
Guðbrandur Einarsson áheyrnarfulltrúi í nefndinni er samþykkur álitinu.

5) 210. mál - umboðsmaður sjúklinga Kl. 10:42
Nefndin ræddi málið.

6) Önnur mál Kl. 10:45
Nefndin ræddi starfið fram undan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00