56. fundur
velferðarnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, föstudaginn 3. maí 2024 kl. 13:03


Mætt:

Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) formaður, kl. 13:02
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ) 1. varaformaður, kl. 13:02
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 13:02
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 13:02
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 13:02
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 13:02
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 13:02

Bryndís Haraldsdóttir var fjarverandi.
Ásmundur Friðriksson boðaði forföll.
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:03
Dagskrárlið frestað.

2) 754. mál - húsaleigulög Kl. 13:06
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hildi Viðarsdóttur frá Húseigendafélaginu og Auði Jónsdóttur frá kærunefnd húsamála, sem tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

3) 864. mál - breyting á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfis almannatrygginga Kl. 14:02
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þórð Sveinsson frá Persónuvernd.

4) 907. mál - landlæknir og lýðheilsa og sjúkraskrár Kl. 14:33
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðríði Bolladóttur og Pétur Örn Pálmarsson frá heilbrigðisráðuneyti.

5) 908. mál - sjúkratryggingar Kl. 15:04
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðríði Bolladóttur og Pétur Örn Pálmarsson frá heilbrigðisráðuneyti.

Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá heilbrigðisráðuneyti þar sem fram komi afstaða ráðuneytisins til þeirra umsagna sem nefndinni hafa borist um málið.

6) Önnur mál Kl. 15:31
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, framsögumaður nefndarinnar í 112. máli, óskaði eftir því að málið yrði tekið á dagskrá og ítrekaði beiðni frá 51. fundi nefndarinnar um að 116. mál - umboðsmaður sjúklinga, yrði tekið á dagskrá.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:33