37. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 7. mars 2012 kl. 09:15


Mættir:

Álfheiður Ingadóttir (ÁI) formaður, kl. 10:11
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:15
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:15
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:24
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:29
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:15

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:15
1. varaformaður (JRG) stýrði fundi þar til formaður kom kl. 10:11. Varaformaður dreifði drögum að fundargerð 36. fundar sem voru samþykkt í lok fundar.

2) 440. mál - framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014 Kl. 09:15
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 440. mál og fékk á sinn fund Önnu Egilsdóttur og Ara Hannesson frá Hólabrekku og með þeim kom Ólafur Páll Vignisson lögmaður. Ræddu þau málefni heimilisins Hólabrekku og svöruðu spurningum nefndarmanna. Þá komu á fundinn Þorsteinn Jóhannsson og Kristján Valdimarsson frá Hlutverki, María Hildiþórsdóttir og Helga Gísladóttir frá Fjölmennt og Sonja Ýr Þorbergsdóttir frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Greindu þau frá sjónarmiðum sínum og svöruðu spurningum nefndarmanna. Þegar þau höfðu vikið af fundi komu á fund nefndarinnar Halldór Hauksson og Heiða Björg Pálmadóttir frá Barnaverndarstofu og Sara Pálsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Fóru þau yfir sjónarmið sín og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 147. mál - heilbrigðisstarfsmenn Kl. 11:10
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 147. mál um heilbrigðisstarfsmenn. Nefndin ræddi fyrirliggjandi drög að nefndaráliti með breytingartillögu. Formaður lagði til að málið yrði afgreitt frá nefndinni sem var samþykkt. Að nefndaráliti 1. minni hluta standa ÁI, JRG, LGeir og VBj sem var fjarverandi en skrifar undir nefndarálit í samræmi við 4. mgr. 18. gr. bráðabirgðareglna fastanefnda.Að nefndaráliti 2. minni hluta standa UBK og RR og að nefndaráliti 3. minni hluta stendur EyH.

4) 307. mál - málefni aldraðra og heilbrigðisþjónusta Kl. 11:45
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 307. mál um heilbrigðisstarfsmenn. Nefndin ræddi fyrirliggjandi drög að nefndaráliti með breytingartillögu. Framsögumaður (RR) lagði til að málið yrði afgreitt frá nefndinni sem var samþykkt. Að nefndaráliti ÁI, JRG, LGeir, RR, UBK og VBj sem var fjarverandi en skrifar undir nefndarálit í samræmi við 4. mgr. 18. gr. bráðabirgðareglna fastanefnda.

5) Önnur mál. Kl. 12:06
Fleira var ekki rætt.

BirgJ var fjarverandi og KLM og GStein boðuð forföll vegna veikinda.

Fundi slitið kl. 12:06