65. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 18. júní 2012 kl. 12:55


Mættir:

Álfheiður Ingadóttir (ÁI) formaður, kl. 12:55
Birkir Jón Jónsson (BJJ) fyrir EyH, kl. 12:55
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 12:55
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 13:00
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 13:00
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir JRG, kl. 12:55
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ) fyrir KLM, kl. 12:55
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 13:00
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 12:55
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 12:55

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 12:55
Formaður dreifði drögum að fundargerðum síðustu funda.

2) 112. mál - húsaleigubætur Kl. 12:56
Framsögumaður dreifði drögum að nefndaráliti. Samþykkt var að málið yrði afgreitt úr nefndinni að öllum viðstöddum. Að nefndaráliti ÁI, GStein, MN, ÓÞ, VBj, UBK og BJJ.

3) 50. mál - félagsleg aðstoð Kl. 13:00
Nefndin ákvað að afgreiða málið ekki úr nefndinni en þess í stað að leggja fram þingsályktunartillögu sem felur í sér að ráðherra beri að hefja endurskoðun á reglum um bifreiðastyrki hreyfihamlaðra.

4) 220. mál - tímasett áætlun um yfirfærslu heilsugæslunnar frá ríki til sveitarfélaga Kl. 13:03
Framsögumaður dreifði drögum að nefndaráliti og lagði til að málið yrði afgreitt úr nefndinni sem var samþykkt. Að nefndaráliti standa ÁI, RR, JRG, LGeir, ÓÞ, VBj, UBK, BJJ, GStein.

5) 476. mál - ætlað samþykki við líffæragjafir Kl. 13:10
Framsögumaður dreifði drögum að nefndaráliti og lagði til að málið yrði afgreitt úr nefndinni sem var samþykkt. Að nefndaráliti standa ÁI, JRG, LGeir, VBj, RR, UBK, BJJ, GStein.

6) Önnur mál. Kl. 13:20
Nefndin ræddi frestun á afgreiðslu EES-mála.

MN vék af fundi þegar JRG mætti kl. 13:00.
ÓÞ vék af fundi kl. 13:10.

Fundi slitið kl. 13:20