3. fundur
velferðarnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 24. september 2012 kl. 10:07


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 10:07
Amal Tamimi (AT) fyrir KLM, kl. 10:07
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 10:07
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 10:07
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 10:07
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 10:07

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 10:07
Formaður lagði fram fundargerð síðasta fundar sem var samþykkt.

2) 145. mál - sjúkratryggingar og lyfjalög Kl. 10:08
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Áslaugu Einarsdóttur, Einar Magnússon og Hrönn Ottósdóttur frá velferðarráðuneyti og Benedikt Benediktsson og Katrínu Hjörleifsdóttur frá Sjúkratryggingum Íslands. Gerðu þau grein fyrir málinu og svöruðu spurningum fundarmanna.

3) 64. mál - málefni innflytjenda Kl. 10:45
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á fundinn Björgu Fenger og Lindu Rós Alfreðsdóttur frá velferðarráðuneyti sem kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 65. mál - barnaverndarlög Kl. 11:01
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Einar Njálsson og Þorgerði Benediktsdóttur frá velferðarráðuneyti sem gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum fundarmanna.

5) 67. mál - lækningatæki Kl. 11:22
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á fundinn Áslaugu Einarsdóttur, Einar Njálsson og Vilborgu Ingólfsdóttur frá velferðarráðuneytinu sem kynntu málið og svöruðu spurningum fundarmanna.

6) 66. mál - skyldur erlendra fyrirtækja og starfskjör starfsmanna þeirra Kl. 11:28
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á fund sinn Hönnu Sigríði Gunnsteinsdóttur og Bjarnheiði Gautadóttur frá velferðarráðuneytinu sem kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) Önnur mál. Kl. 11:50
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 11:55