17. fundur
velferðarnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 19. nóvember 2012 kl. 10:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 10:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 10:00
Bjarkey Gunnarsdóttir (BjG) fyrir ÞBack, kl. 10:00
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 10:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 10:00
Íris Róbertsdóttir (ÍR) fyrir UBK, kl. 10:00
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 10:00
Kristján L. Möller (KLM), kl. 10:00

ÁÞS og BJJ voru fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 10:00
Formaður lagði fram drög að fundagerð síðasta fundar sem var samþykkt í lok fundar.

2) 152. mál - jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum Kl. 10:02
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 152. mál og fékk á sinn fund þau Benedikt Jóhannsson frá Reykjavíkurborg, Braga Guðbrandsson og Guðrúnu Þorleifsdóttur frá Barnaverndarstofu og Jónu Heiðu Pálmadóttur frá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum sínum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 80. mál - málefni barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun Kl. 10:59
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 80. mál og fékk á sinn fund Guðrúnu Gísladóttur og Þóru Másdóttur frá Heyrnar- og talmeinastöðinni, Guðlaugur Björnsdóttur og Helgu Garðarsdóttur frá Sjúkratryggingum Íslands og Bjrön Þráinn Þórðarson og Svandísi Ingimundardóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Gerðu þau grein fyrir sínum sjónarmiðum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 28. mál - ætlað samþykki við líffæragjafir Kl. 11:43
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 28. mál og fékk á sinn fund þau Salvöru Nordal og Vilhjálm Árnason heimspekinga. Gerðu þau grein fyrir sínum sjónarmiðum og áherslum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Mál til umsagnar. Kl. 12:15
Nefndin sendi 49., 125., 303. og 324. mál til umsagnar.


6) Önnur mál. Kl. 12:17
Fleira var ekki rætt.

BirgJ vék af fundi kl. 11:43.

Fundi slitið kl. 12:17