24. fundur
velferðarnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 12. desember 2012 kl. 10:30


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 10:30
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 10:30
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 11:00
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 10:30
Kristján L. Möller (KLM), kl. 10:30
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 11:09
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 10:30

KLM vék af fundi kl. 11:26 vegna annarra þingstarfa.
BJJ vék af fundi kl. 11:52.

JRG og GStein voru fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 10:30
Formaður dreifði drögum að fundargerð síðasta fundar sem samþykkt voru í lok fundar.

2) 498. mál - greiðsla kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara Kl. 10:35
Nefndin fjallaði um málið.

3) 496. mál - fæðingar- og foreldraorlof Kl. 11:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 496. mál og fékk á sinn fund Sólveigu B. Gunnarsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Kristínu Þóru Harðardóttur frá Samtökum atvinnulífsins og Kristínu Ástgeirsdóttur og Hugrúnu Hjaltadóttur frá Jafnréttisstofu. Gerðu þau grein fyrir sínum sjónarmiðum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál. Kl. 12:00
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 12:00