25. fundur
velferðarnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 17. desember 2012 kl. 08:30


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 08:30
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 08:30
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 08:30
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 08:30
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 08:38
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 08:30
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 08:30
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 08:30

KLM var fjarverandi.
BirgJ, áheyrnarfulltrúi í nefndinni, sat ekki fundinn.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 08:30
Formaður dreifði drögum að fundargerð síðasta fundar sem var samþykkt.

2) 513. mál - atvinnuleysistryggingar Kl. 08:30
Nefndin tók til umfjöllunar 513. mál og fékk á sinn fund Hönnu Sigríði Gunnsteinsdóttur og Bjarnheiði Gautadóttur frá velferðarráðuneyti sem kynntu efni frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna. Á fundinum voru einnig Halldór Grönvold frá ASÍ, Guðlaug Kristjánsdóttir og Stefán Aðalsteinsson frá BHM, Ragnar Árnason frá Samtökum atvinnulífsins, Björg Ásta Þórðardóttur frá Félagi atvinnurekenda og Gissur Pétursson frá Vinnumálastofnun. Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 496. mál - fæðingar- og foreldraorlof Kl. 09:44
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Elísabetu Guðjónsdóttur og Báru Sigurjónsdóttur frá embætti umboðsmanns barna, Erlu Reynisdóttur og Margréti Júlíu Rafnsdóttur frá Barnaheillum og Ingólf V. Gíslason. Gerðu þau grein fyrir sínum sjónarmiðum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 498. mál - greiðsla kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara Kl. 10:25
Formaður dreifði drögum að nefndaráliti í málinu og lagði til að málið yrði afgreitt úr nefndinni sem enginn viðstaddra mótmælti.
Að nefndaráliti meiri hluta standa: SII, JRG, ÞBack, ÁÞS, SkH og GStein.
Að nefndaráliti minni hluta standa: EKG og UBK.

5) Önnur mál. Kl. 10:30
Fleira var ekki rætt.

UBK vék af fundi kl. 9:24.
ÁÞS vék af fundi kl. 9:34.


Fundi slitið kl. 10:30