35. fundur
velferðarnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 13. febrúar 2013 kl. 09:05


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:05
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 09:05
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:05
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:05
Logi Már Einarsson (LME) fyrir KLM, kl. 09:05
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:05
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:05
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 09:05

BirgJ, áheyrnarfulltrúi, sat ekki fundinn.
JRG vék af fundi kl. 11:10.
UBK, ÞBack og GStein véku af fundi kl. 11:38.
EKG vék af fundi kl. 12:03.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:05
Formaður dreifði drögum að fundargerð síðasta fundar sem voru samþykkt í lok fundar.

2) 49. mál - húsaleigubætur Kl. 09:06
Nefndin fjallað um 49. mál og fékk á sinn fund Hönnu Sigríði Gunnsteinsdóttur og Lísu Margréti Sigurðardóttur frá velferðarráðuneytinu, Helgu Jónu Benediktsdóttur frá Reykjavíkurborg, Tryggva Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Söru Sigurðardóttur og Davíð Inga Magnússon. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum sínum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 67. mál - lækningatæki Kl. 09:48
Nefndin tók aftur til umfjöllunar 67. mál og fékk á sinn fund Vilborgu Ingólfsdóttur frá velferðarráðuneyti og Helgu Þórisdóttur, Harald Sigurjónsson og Jóhann Ármann Karlsson frá Lyfjastofnun. Gerðu þau grein fyrir breytingum á frumvarpinu sem lagðar eru til að beiðni meiri hluta velferðarnefndar, og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 470. mál - velferðarstefna -- heilbrigðisáætlun til ársins 2020 Kl. 10:38
Nefndin hélt áfram umfjöllun um 470. mál og fékk á sinn fund Sigríði Lillý Baldursdóttur frá Tryggingastofnun Ríkisins, Braga Guðbrandsson og Heiðu Björg Pálmadóttur frá Barnaverndarstofu, Ingibjörgu Elíasdóttur frá Jafnréttisstofu, Gunnar Finnsson og Ottó Schopka frá Hollvinum Grensás, Ólöfu Kristínu Sívertsen og Sigríði K. Hrafnkelsdóttur frá Félagi lýðheilsufræðinga. Gerðu þau grein fyrir umsögnum sínum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 458. mál - framkvæmdaáætlun í barnavernd til 2014 Kl. 11:37
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 458. mál og fékk á sinn fund Braga Guðbrandsson og Heiðu Björg Pálmadóttur frá Barnaverndarstofu, Ingibjörgu Elíasdóttur frá Jafnréttisstofu og Margréti Steinarsdóttur frá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Gerðu þau grein fyrir umsögnum sínum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál. Kl. 12:11
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 12:11