36. fundur
velferðarnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 18. febrúar 2013 kl. 09:06


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:06
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:13
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 10:36
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 09:15
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:53
Logi Már Einarsson (LME) fyrir KLM, kl. 09:33
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:06
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:06
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 09:06

GStein var fjarverandi.
BirgJ vék af fundi kl. 10:05.
JRG vék af fundi kl. 10:58.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:06
Formaður frestaði staðfestingu fundargerðar síðasta fundar.

2) Hjúkrunarrými. Kl. 09:06
Nefndin fjallaði um framboð, þörf og áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma á landinu á næstu árum sem og til langs tíma. Á fund nefndarinnar komu Bryndís Þorvaldsdóttir, Sveinn Magnússon og Hermann Bjarnason frá velferðarráðuneytinu sem fóru yfir málið með nefndinni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 470. mál - velferðarstefna -- heilbrigðisáætlun til ársins 2020 Kl. 10:05
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 470. mál og fékk á sinn fund Geir Gunnlaugsson landlækni og Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur frá embætti landlæknis og Kristinn Tómasson frá Vinnueftirlitinu. Gerðu þau grein fyrir umsögnum sínum og sjónarmiðum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 458. mál - framkvæmdaáætlun í barnavernd til 2014 Kl. 11:07
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 458. mál og fékk á sinn fund Gerði Árnadóttur og Jón Þorstein Sigurðsson frá Þroskahjálp og Dr. Sigrúnu Júlíusdóttur frá Rannsóknastofnun í barna og fjölskylduvernd. Gerðu þau grein fyrir umsögnum sínum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna og þá lagði Dr. Sigrún Júlíusdóttir fram minnisblað fyrir nefndina.

5) Önnur mál. Kl. 11:53
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 11:53