39. fundur
velferðarnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 27. febrúar 2013 kl. 10:06


Mættir:

Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 10:06
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 10:06
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 10:18
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 10:06
Logi Már Einarsson (LME) fyrir KLM, kl. 10:06
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 10:06
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 10:06
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 10:06

SII hafði boðuð forföll.
BirgJ, áheyrnarfulltrúi, sat ekki fund nefndarinnar.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 10:06
Í fjarveru formanns dreifði varaformaður drögum að fundargerðum síðustu tveggja funda sem voru samþykktar.

2) 470. mál - velferðarstefna -- heilbrigðisáætlun til ársins 2020 Kl. 10:07
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 470. mál og fékk á sinn fund Pálma V. Jónsson frá Rannsóknarstofu í öldrunarfræðum og Heilbrigðisvísindasvði HÍ, Tryggva Egilsson, Jón Eyjólf Jónsson og Helgu Hansdóttur frá Félagi íslenskra öldrunarlækna, Sigríði Síu Jónsdóttur frá Heilbrigðisvísindasviði HA, Jónu Hildi Bjarnadóttur frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, Kristínu Siggeirsdóttur frá Janus endurhæfingu, Gunnar Smára Egilsson frá SÁÁ og Steinunni Rögnvaldsdóttur frá Femínistafélagi Íslands. Gerðu þau grein fyrir umsögnum sínum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál. Kl. 00:10
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 12:10