42. fundur
velferðarnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 4. mars 2013 kl. 09:09


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:09
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 09:09
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 09:09
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:14
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:09
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 11:00
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:09
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 09:09

JRG og GStein véku af fundi kl. 10:27.
BirgJ, áheyrnarfulltrúi, sat ekki fund nefndarinnar.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:09
Formaður lagði fram drög að fundargerðum síðustu tveggja funda sem voru samþykkt.

2) 470. mál - velferðarstefna -- heilbrigðisáætlun til ársins 2020 Kl. 09:54
Umfjöllun um málið var frestað.

3) 458. mál - framkvæmdaáætlun í barnavernd til 2014 Kl. 09:10
Formaður lagði fram drög að nefndaráliti vegna málsins og lagði til að það yrði afgreitt frá nefndinni sem enginn viðstaddur lagðist gegn.
Að nefndaráliti meiri hlutans standa: SII, ÞBack, JRG, LME, OH, UBK með fyrirvara, EKG með fyrirvara og GStein.
BJJ skilar séráliti vegna málsins.

4) 606. mál - starfsmannaleigur Kl. 10:15
Nefndin tók til umfjöllunar 606. mál og fékk á sinn fund Hönnu Sigríði Gunnsteinsdóttur og Bjarnheiði Gautadóttur frá velferðarráðuneyti sem kynntu efni frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Greiðsluþátttökukerfi í lyfjakostnaði. Kl. 11:05
Nefndin fjallaði um undirbúning að gildistöku nýs greiðsluþátttökukerfis í lyfjakostnaði og fékk á sinn fund Einar Magnússon frá velferðarráðuneyti og Katrínu Hjörleifsdóttur og Benedikt Benediktsson frá Sjúkratryggingum Íslands. Gerðu þau nefndinni grein fyrir undirbúningi gildistökunnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál. Kl. 11:48
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 11:48