17. fundur
velferðarnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 9. desember 2013 kl. 10:35


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 10:35
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) 1. varaformaður, kl. 10:35
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 10:35
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 10:35
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 10:35
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl), kl. 11:20
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 10:35
Ögmundur Jónasson (ÖJ) fyrir LRM, kl. 10:35

ElH og UBK voru fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 10:35
Fundargerð síðasta fundar var samþykkt.

2) 89. mál - mótun geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlunar Kl. 10:35
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 89. mál og fékk á sinn fund Sigurð Pál Pálsson, Eydísi Sveinbjarnardóttur og Kjartan Valgarðsson frá Geðverndarfélagi Íslands og Auði Axelsdóttur frá Hugarafli. Gerðu þau grein fyrir umsögnum sínum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 185. mál - málefni aldraðra Kl. 11:10
Framsögumaður dreifði drögum að nefndaráliti og lagði til að málið yrði afgreitt sem allir viðstaddir voru sammála.

Að nefndaráliti standa: SII, ÞórE, BjÓ, PJP, KaJúl, ÁsF og ÖJ með fyrirvara.

4) 186. mál - barnaverndarlög Kl. 11:23
Framsögumaður dreifði drögum að nefndaráliti og lagði til að málið yrði afgreitt sem allir viðstaddir voru sammála.

Að nefndaráliti standa: SII, ÞórE, BjÓ, PJP, KaJúl og ÁsF.

5) 24. mál - sjúkraskrár Kl. 11:30
Formaður lagði til að málið yrði afgreitt til þriðju umræðu án nefndarálits og var það samþykkt.

6) 144. mál - almannatryggingar, málefni aldraðra og félagsleg aðstoð Kl. 11:35
Framsögumaður dreifði drögum að nefndaráliti sem nefndin ræddi.

7) Önnur mál Kl. 11:57
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00