5. fundur
velferðarnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 8. febrúar 2017 kl. 09:03


Mættir:

Nichole Leigh Mosty (NicM) formaður, kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:21
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:00
Hildur Sverrisdóttir (HildS) fyrir Ólöfu Nordal (ÓN), kl. 09:00
Jóna Sólveig Elínardóttir (JSE), kl. 09:00
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:19

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:03
Fundargerð 4. fundar samþykkt.

2) Kynning á þingmálaskrá Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra, Karl Pétur Jónsson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, aðstoðarmenn ráðherra, og Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir og Rún Knútsdóttir frá velferðarráðuneyti. Fóru þau yfir þingsmálaskrá ráðherra og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 4. mál - sjúkratryggingar Kl. 10:40
Ákveðið var að Guðjón S. Brjánsson verði framsögumaður málsins. Þá var ákveðið að senda málið til umsagnar með þriggja vikna fresti.

4) 49. mál - greiðsluþátttaka sjúklinga Kl. 10:45
Ákveðið var að Guðjón S. Brjánsson verði framsögumaður málsins. Þá var ákveðið að senda málið til umsagnar með þriggja vikna fresti.

5) 57. mál - heilbrigðisáætlun Kl. 10:50
Ákveðið var að Elsa Lára Arnardóttir verði framsögumaður málsins. Þá var ákveðið að senda málið til umsagnar með þriggja vikna fresti.

6) 69. mál - starfshópur um keðjuábyrgð Kl. 10:55
Ákveðið var að Steingrímur J. Sigfússon verði framsögumaður málsins. Þá var ákveðið að senda málið til umsagnar með þriggja vikna fresti.

7) 84. mál - fæðingar- og foreldraorlof og tryggingagjald Kl. 11:00
Ákveðið var að Halldóra Mogensen verði framsögumaður málsins. Þá var ákveðið að senda málið til umsagnar með þriggja vikna fresti.

8) Önnur mál Kl. 11:10
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 11:10