31. fundur
velferðarnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 11. maí 2017 kl. 13:32


Mættir:

Nichole Leigh Mosty (NicM) formaður, kl. 13:32
Hildur Sverrisdóttir (HildS) 2. varaformaður, kl. 13:32
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 13:32
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 13:41
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 13:32
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 13:32
Jóna Sólveig Elínardóttir (JSE), kl. 13:32
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 13:32

Vilhjálmur Árnason var fjarverandi. Steingrímur J. Sigfússon vék af fundi kl. 15:20 til að sinna öðrum þingstörfum. Nichole Leigh Mosty vék af fundi kl. 15:10 til að sinna öðrum þingstörfum og kom til baka kl. 16:09. Guðjón Brjánsson vék af fundi kl. 16:20. Halldóra Mogensen vék af fundi kl. 16:48.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:32
Frestað til næsta fundar.

2) 434. mál - stefna og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017--2021 Kl. 13:32
Á fund nefndarinnar mættu Ellý Alda Þorsteinsdóttir, Rún Knútsdóttir, Sigríður Jónsdóttir og Sturlaugur Tómasson. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 438. mál - þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir Kl. 15:05
Á fund nefndarinnar mættu Guðjón Bragason, Gyða Hjartardóttir og Tryggvi Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fóru þau yfir umsögn um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 439. mál - félagsþjónusta sveitarfélaga Kl. 15:05
Á fund nefndarinnar mættu Guðjón Bragason, Gyða Hjartardóttir og Tryggvi Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fóru þau yfir umsögn um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 433. mál - sjúklingatrygging Kl. 15:05
Á fund nefndarinnar mættu Guðjón Bragason, Gyða Hjartardóttir og Tryggvi Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fóru þau yfir umsögn um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 457. mál - réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja o.fl. Kl. 16:50
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með viku umsagnarfresti.
Halldóra Mogensen óskaði eftir að eftirfarandi bókun yrði færð í fundargerð:
„457. mál um frumvarp breytingu á lögum um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja o.fl. kemur inn á borð velferðarnefndar allt of seint og skapar þess vegna pressu til að stytta umsagnarfrestinn þar sem yfirstandandi löggjafarþingi er að ljúka. Í ljósi lengdar frumvarpsins og slæmra vinnubragða sem þessa get ég ekki stutt þá ákvörðun nefndarinnar að stytta umsagnartíma.“

7) Önnur mál Kl. 16:55
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 16:55