41. fundur
velferðarnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 20. mars 2019 kl. 09:00


Mættir:

Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:55
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:15

Halldóra Mogensen var fjarverandi vegna veikinda.
Vilhjálmur Árnason var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 38. til 40. fundar voru samþykktar.

2) 509. mál - heilbrigðisstefna til ársins 2030 Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Sigríður Gunnarsdóttir og Ólafur Baldursson frá Landspítalanum. Einnig voru viðstödd á símafundi með nefndinni Bjarni Jónasson, Hildigunnur Svavarsdóttir, Alice Björgvinsdóttir og Guðmundur Magnússon frá Sjúkrahúsinu á Akureyri. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Þá mættu á fund nefndarinnar Ingibjörg Gunnarsdóttir og Engilbert Sigurðsson frá Háskóla Íslands og Eyjólfur Guðmundsson og Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir frá Háskólanum á Akureyri. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 10:35
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:35