46. fundur
velferðarnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 3. apríl 2019 kl. 09:00


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:05
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:25
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:10
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:20

Ásmundur Friðriksson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
Guðjón S. Brjánsson vék af fundi kl. 10:35.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 42. og 43. fundar voru samþykktar.

2) 509. mál - heilbrigðisstefna til ársins 2030 Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Linda Bára Lýðsdóttir og Vigdís Jónsdóttir frá Virk starfsendurhæfingarsjóði og Guðmundur Löve frá Sambandi íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Ábending umboðsmanns Alþingis um meinbugi á lögum um almannatryggingar, útreikningur á búsetutíma varðandi örorkulífeyri Kl. 09:45
Á fund nefndarinnar mættu Þuríður Harpa Sigurðardóttir, Halldór Sævar Guðbergsson, Daníel Isebarn Ágústsson og Sigríður Hanna Ingólfsdóttir frá Öryrkjabandalagi Íslands. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 255. mál - réttur barna sem aðstandendur Kl. 10:35
Á fund nefndarinnar mættu Hulda Guðmundsdóttir frá Nýrri dögun, Þórdís Viborg frá Öryrkjabandalagi Íslands, Kjartan Valgarðsson og Gunnlaug Thorlacius frá Geðverndarfélagi Íslands og Málfríður Hrund Einarsdóttir og Hafrún Kr. Sigurðardóttir frá Hugarafli. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Þá mættu á fund nefndarinnar Heiða Björg Pálmadóttir frá Barnaverndarstofu, Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir og Þórður Kristjánsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Halla Þorvaldsdóttir og Gunnjóna Una Guðmundsdóttir frá Krabbameinsfélagi Íslands. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 11:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:25