49. fundur
velferðarnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, fimmtudaginn 11. apríl 2019 kl. 14:50


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 14:50
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 14:50
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 14:50
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 14:50
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 14:50
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 14:50
Jónína Björk Óskarsdóttir (JBÓ), kl. 14:50
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 14:50

Ásmundur Friðriksson og Halla Signý Kristjánsdóttir boðuðu forföll.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) 795. mál - húsaleigulög Kl. 14:50
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með umsagnarfresti til 3. maí. Þá var ákveðið að Ólafur Þór Gunnarsson verði framsögumaður málsins.

2) 757. mál - landlæknir og lýðheilsa og réttindi sjúklinga Kl. 14:50
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með umsagnarfresti til 3. maí. Þá var ákveðið að Guðjón S. Brjánsson verði framsögumaður málsins.

3) Önnur mál Kl. 14:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:55