Breytingar á starfsáætlun: Nefndadagur 7. júní

5.6.2024

Forseti tilkynnti við upphaf þingfundar í dag um breytingar á starfsáætlun þannig að föstudagurinn 7. júní verður nefndadagur en ekki þingfundadagur.

Fundatafla er eftirfarandi:

Föstudagurinn 7. júní

  • Kl. 9–12: Fjárlaganefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, utanríkismálanefnd og velferðarnefnd
  • Kl. 13–16: Allsherjar- og menntamálanefnd, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og umhverfis- og samgöngunefnd

Endanlegir fundartímar og dagskrár 

Nánari upplýsingar um nefndastörf, nefndadaga og fyrirkomulag þeirra